Um okkur

Dóra Björk starfaði sem dagmóðir í 12 vetur og hafði saumað síðan hún var krakki. Fyrir jólin 2009 hannaði hún húfur og gaf daggæslubörnunum sínum og ungum ættingjum í jólagjöf. Viðbrögðin voru frábær!  Húfurnar reyndust enn betur en hún þorði að vona. Börnunum var alltaf hlýtt á höfðinu þegar þau voru úti, og allar áhyggjur af að þau svitnuðu í þeim voru algerlega óþarfar. Hvort sem hitastigið var í -10 eða +10 þá reyndust þær bara frábærar.

Dóra Björk notaði reynslu sína af samveru við yfir 100 ung börn og þekkingu á þörfum þeirra  við hönnun á fleiri vörum eins og vettlingahlífum, pollasokkum, kerrusvuntum, regnplöstum og smekkjum.   Við hönnun á öðrum vörum þar sem hennar eigin reynsla nýtist ekki hefur hún sótt í reynslubanka þeirra sem hafa hana á viðkomandi sviði. 

Daggæslan var kölluð Dóru-kot, og þar sem húfurnar eru upprunnar í daggæslunni ber framleiðslan sama nafn.  Dóra Björk leggur sömu alúð og hlýju í vöruhönnun sína og framleiðslu eins og hún lagði í daggæsluna.

Markmiðið var strax sett á að framleiða vörur sem eru úthugsaðar, án þess að verða of flóknar og dýrar í framleiðslu.  Yfirbygging er líka höfð í lágmarki sem og auglýsingakostnaður og annar kostnaður svo mögulegt sé að halda vöruverði lágu, þrátt fyrir að vera að öllu leyti framleitt á Íslandi.

Dórukot er stöðugt að bæta við úrvalið og auka fjölbreytnina. Það hafa borist (og berast enn) margar góðar hugmyndir og ábendingar um hvað vantar. Endilega haldið áfram að senda inn skilaboð ef þið hafið hugmynd að einhverju sem vantar á markaðinn.


Sendið okkur póst á:
doru-kot@simnet.is.
eða hringið í síma 866-4424