Vettlingahlífar

Vettlingahlífarnar okkar eru hugsaðar utanyfir prjónavettlinga, t.d. lopa.
Þær eru liprar og léttar, með microflex efni lófamegin, sem andar og er stamara og liprara
en nylonið sem er í bakhliðinni. 
Microflexið er aðeins til í gulu.
 
Stærðirnar miðast ca við aldur, td. stærð eitt er fín fram að ca. 18 mánaða, Stærð 2 passar síðan þangað til barnið verður ca 3 ára. svo er 3-4 upp að ca. 5 ára aldri og að lokum stærð 5. sem passar fyrir elstu börnin á leikskólanum. 
Börn eru að sjálfsögðu misjöfn í vexti eins og við öll og það er ekkert mál að skipta vörum sem ekki passa :)
 

 


#

- Bestu hlífar sem barnið mitt hefur átt! Þær einu sem hafa passað almennilega hingað til :)

Sandra Björg Gunnarsdóttir14. apríl 2010