Lambhúshettur

Húfur sem börnunum líður vel með og halda þeim hlýjum og þurrum í öllum veðrum !


Lambhúshetturnar okkar eru vind og vatnsheldar, flísfóðraðar og nær flísið vel yfir brjóstkassann að framan og aftan. Þær fást í ótal litasamsetningum. Hér er aðeins að finna þær vinsælustu, ef þið hafið óskir um aðrar litasamsetningar sendið okkur þá póst á doru-kot@simnet.is
Stærðirnar eru eftir árum, ss.stærð  1 fyrir 0.6 -2 ára, 2 fyrir 2-3 ára osfrv. en höfuðstærð og lögun barna getur eðlilega verið misjöfn svo
 ef húfan passar ekki, þá er ekkert mál að fá henni skipt.
 

 


#
- Mín dóttir á svona húfu frá ykkur og hún er sko alveg að virka.. Búið að prófa hana í hinum ýmsu veðrabrigðum og hún klikkar sko ekki.. Þó verið sé í henni úti í ekta mýrdælskri rigningu eða hvað sem er.. :)

Petra Kristín Kristinsdóttir